Naglaskóli Nails&Art Nemendur útskrifast með alþjóða diploma frá Nails & Art.

Námskeiðið er 40 klukkustundir sem nemendur geta dreift yfir 1 ár eftir sínum þörfum og þurfa nemendur að þreyta próf í lok námskeiðsins.

Kennt er að gera venjulegar gelneglur með naglatoppum og steyptar neglur, lagfæringar með og án french manicure línu og hvernig á að laga illa skemmdar neglur.
Nemendur læra að naglalakka með venjulegu lakki og með french lakki, einnig er farið í naglaskreytingar.

Nemendur fá frjálsan tíma þar sem þeir geta lært að gera fiber/silkineglur, akrýlneglur eða setja gel á táneglur en ekkert af þessu er skylda.
Það má einnig nota frjálsa tímann í að æfa betur það sem hefur verið kennt á námskeiðinu.    
          
Farið verður í bóklegan tíma og nemendur fá bækling með upplýsingum um uppbyggingu naglarinnar og varðandi sýkingar og sýkingarhættu, varnir og fleira.

Verkalíðsfélögin endurgreiða félagsmönnum hluta af þessu námskeiði.

Rósa Björk Hauksdóttir margfaldur Íslandsmeistari í ásetningu gervinagla sér um
námskeiðið. Rósa hefur kennt naglaásetningar frá árinu 1997 og útskrifað nemendur sem hafa unnið til verðlauna á Íslandsmeistaramótum.

Rósa keppti ekki á íslandsmeistaramótinu 2012 en nemandi hennar hlaut þennan eftirsótta titil og óskum við henni að sjálfsögðu til hamingju :)

Verð kr 295.000 með startpakka sem inniheldur allt sem þarf á námskeiðinu og til þess að æfa sig heima.Undirvalmynd

Rósa Björk Hauksdóttir Dáleiðslutæknir býður upp á dáleiðslu, hægt er að losna við fóbíur, hætta að reykja, komast úr þunglyndi, grennast og byggja upp sjálfstraust og margt fleira.
Þú ert hér: Forsíða or Námskeið or Naglaskóli
Byggir á summit vefumsjónarkerfinu. www.igm.is