HeilunKundalini heilun hefur verið stunduð í fjölda mörg ár hér á Íslandi.

Kundalini heilun er áhrifarík heilun, þar sem heilunarferli fer af stað á meðan viðskiptavinur kemur í meðferð. Það er unnið með orkustöðvarnar í líkamanum.

Heilunarferlið heldur áfram eftir að viðskiptavinurinn fer heim.  

Heilunin tekur um 50 mínútur og mismunandi hve oft þarf að mæta, sumir þurfa einungis 1 skipti meðan aðrir þurfa að koma oftar.   Hægt er að vinna algerlega í gegn um föt. 

Algengt er að koma með 1-2 vikna millibili til að byrja með en síðan er komið sjaldnar til að viðhalda ef þess er óskað.

Meðferðaraðili notar einungis hendurnar sem eru settar ofan á teppið sem er legið er undir. Viðskiptavinurinn mun finna fyrir hita frá höndum meðferðaraðila og jafnvel fyir líkamspörtum sem unnið er með án þess þó að það sé verið að koma við þann hluta líkamanns í það skiptið.   

Það er unnið að öllum þáttum líkamanns í heiluninni, bæði líkamlegum og andlegum. Eftir meðferð getur viðskiptavinurinn orðið þreyttur vegna þess hve mikið er búið að vinna með líkamann og orkustöðvarnar hjá viðkomandi.  Með heilun er hægt að losa sig við streitu og viðhalda heilsu .


Verð 6.900 kr.-


Meðferðaraðili: Rósa Björk Hauksdóttir Kúndalini heilari
Undirvalmynd

Rósa Björk Hauksdóttir Dáleiðslutæknir býður upp á dáleiðslu, hægt er að losna við fóbíur, hætta að reykja, komast úr þunglyndi, grennast og byggja upp sjálfstraust og margt fleira.
Þú ert hér: Forsíða or Þjónusta or Heilun
Byggir á summit vefumsjónarkerfinu. www.igm.is