L.I.F.E System


Hvað er Life system


L.I.F.E. Systems kerfið er biofeedbacktækni (lífsorkuendurvarps-) sem bæði nemur og sendir orkuboð og er notað af fagmönnum og notendum til þess að ná fram streitustjórnun, orkujafnvægi og innri samhæfingu. Þetta er viðurkennt lækningatæki í flokki 2A.
 
Living Information Systems er mikið í mun að framleiða aðeins hið besta og fullkomnasta í tækjum til að efla lífstíðni og vinna að streitustjórnun.

Sérhver íhlutur L.I.F.E. kerfisins er valinn af kostgæfni af hæfustu sérfræðingum. Fagmenn og notendur, sem hafa áhuga fyrir hinum spennandi heimi skammtafræðinnar, geta nýtt þessa tækni til að brúa bilið á milli hefðbundinnar heilunartækni og beinskeyttra orkulækninga.
 

Hvernig virkar L.I.F.E System tækið


Þegar tækið skoðar skjólstæðing, nemur það og skráir fíngerð orkuboð sem bera með sér upplýsingar um hvar streitu sé að finna. Forritið safnar saman þessu upplýsingum og greinir þær og örvar svo einstaklinginn með því að senda sambærileg boð aftur til baka. Þetta ferli aðstoðar og styrkir eigið varnarkerfi líkamans með því að hvetja fram jafnvægi og samræmi.

Kerfið er hannað annars vegar útfrá þekkingu á fornum Kínverskum lækningarhefðum en einnig er tekið tillit til bylgjufræði skammtafræðinnar. Litið er þannig á að orkustraumur tengi hvert líffæri við önnur, tengi einnig sérhverja hugsun og hverja tilfinningu. Ef þessi straumur er annað hvort opinn eða stífla hefur myndast, endurspeglar það samspil og flæði líkama og huga. L.I.F.E. kerfið leitast við að samræma og opna þetta flæði og skapa þannig heilbrigði, jafnvægi og samræmi.

Meðferðin er örugg, afskaplega mjúk og veldur engum óþægindum.
Helstu meðferðarforrit sem við vinnum með.

* Afeitrun
* Augu og eyru
* Árulitir, orkustöðvar og árumynd   
* Gena- og frumuforritun
* Háls, nef og ennisholur
* Heilabylgjur
* Hjarta og blóðrás, hormónar
                                                              

* Lithimnugreining
* Lífsorkuendurvörpun
* Lífsorkugreining
* Meðferð á dýrum
* Meltingarfæri
* Nálastungupunktar/orkubrautir  

 

* Hómópatía
* Sogæðakerfi
* Steinar og kristallar
* Tannheilsa, tóna og litameðferð
* Viðbragðapróf
* Vítamín, bætiefni, amínósýrur

Ath: kemur ekki í stað læknismeðferða

* Hryggur og mæna
* Huglæg/tilfinningaleg meðferð
* Íþróttir og meiðsl ,ofnæmi/óþol
* Sértæk meðferð smáskammtar
* Hómópatía
* Vöðvar og taugar
* Öndunarfæri


 


Fyrir hverja er L.I.F.E System?


Alla sem vilja huga að innri líðan og líkamlegri heilsu.

Streita á upptök sín í því að varnar viðbrögð eiga sér stað í líkamanum. Ef líkaminn tekst ekki á við þetta á eðlilegan hátt, getur það leitt til þess að hann þróar með sér vissa aðlögun. Ef ekki er fundið ráð við streituvaldinum til lengdar, geta farið að koma fram einkenni. Ójafnvægi birtist fyrst í frumunum, breiðist svo út í vefi og líffæri og getur að lokum yfirtekið kerfið.

Streita getur orsakast af mörgum þáttum:

* Skortur á bætiefnum
* Ófullnægjandi inntaka á vatni og súrefni
* Álag af völdum eiturefna, t.d. sveppa, baktería, vírusa og kemískra efnasambanda
* Þungmálmar í umhverfinu
* Lyfseðilskyld lyf og önnur tilbúin efni og efnasambönd
* Staðartengt líkamlegt álag eins og sníkjudýr og ofnæmisvaldar
* Genafræðilegur veikleiki
* Truflun á orkusviði út frá geislavirkni, örbylgjum og langdrægum örbylgjum (ELF)
* Meiðsli (ELF)

 

Life System

   
Verð
1 skipti                                                  
................................................
6.000
Áframhald
................................................
6.000
Áframhald 10 tíma kort
 .............................................. 40.000
Detoxmeðferð
................................................
2.500
Árumynd með orkujöfnun
 ................................................. 5.000
Árumynd  ................................................. 2.000

Undirvalmynd

Rósa Björk Hauksdóttir Dáleiðslutæknir býður upp á dáleiðslu, hægt er að losna við fóbíur, hætta að reykja, komast úr þunglyndi, grennast og byggja upp sjálfstraust og margt fleira.
Þú ert hér: Forsíða or Þjónusta or Life System
Byggir á summit vefumsjónarkerfinu. www.igm.is