CNC glycolsýra eða ávaxtasýra


Ávaxtasýru-ensím-meðferð


Ávaxtasýru eða Glycolsýrumeðferð sem gerir húðina móttækilegri fyrir virkum efnum þar sem hún eykur húðflögnun auk þess sem nýmyndun húðfruma verður meiri.

Meðferðin vinnur á bóluvandamálum, grynnkar hrukkur og húðin verður mýkri, frískari og áferðarfallegri.
 
Ávaxtasýrur eða Glycolsýrur eru bornar á húðina og hafðar þar á í mismunandi langan tíma eftir húðgerð og styrkleika. Síðan er sýran fjarlægð og húðin nudduð upp úr þar til gerðu nuddgeli og vatni loks maski borinn á húðina.

Meðferðartími er 40-60 mínútur. Meðferðin sameinar djúpvirkni og vellíðan. Ráðlögð eru 3-6 skipti á 7-10 daga fresti.

Ef keyptar eru 6 meðferðir í einu er einungis borgað fyrir 5 skipti.

Húðin verður móttækilegri fyrir virkum efnum þar sem að hún losar um dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun húðarinnar. 


Verð 8.500 kr.-

                                                                                      


 


Undirvalmynd

Rósa Björk Hauksdóttir Dáleiðslutæknir býður upp á dáleiðslu, hægt er að losna við fóbíur, hætta að reykja, komast úr þunglyndi, grennast og byggja upp sjálfstraust og margt fleira.
Þú ert hér: Forsíða or Þjónusta or Sýrumeðferðir
Byggir á summit vefumsjónarkerfinu. www.igm.is